Fasteignamarkaður hefur náð sér næstum að fullu eftir hrun

Fasteignamarkaðurinn hefur verið endurreistur.
Fasteignamarkaðurinn hefur verið endurreistur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Staðan á íbúðamarkaði markar endurreisn en hann hefur náð sér næstum að fullu eftir efnahagsáfallið sem dundi yfir þjóðina árið 2008. En það eru teikn á lofti,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavik Economics.

Í samtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag bendir Magnús á, að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað mikið eða um 8,7% að raungildi á tólf mánaða tímabili á milli marsmánaða.

„Það er mesta hækkun frá október 2007 þegar húsnæðisbólan var í hámarki og raunhækkun var 11%,“ segir hann. Til samanburðar hækkuðu íbúðir á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 að jafnaði um 2,6% að raungildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK