Hafnar sölu á hlut í Landsvirkjun

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is

„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“

Þetta segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, á Facebook-síðu sinni í dag en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á ársfundi Landsvirkjunar í gær að hann vildi skoða sölu á hlut í fyrirtækinu. Þá til að mynda til lífeyrissjóða. Ljóst er því að samstaða er ekki um málið í ríkisstjórn.

Eygló vísar í grein sem hún ritaði á vefsíðu sína í desember 2010 þar sem fram kemur að reynslan sýndi að afleiðing þess að fá einkaaðilum orkufyrirtæki væri hærra verð til almennings og verri þjónusta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK