Hagfræðingur viðhafði léleg vinnubrögð

Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty.
Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty. AFP

Ný bók frænska hagfræðingsins Thomas Pikettys, Capital in the Twenty-First Century, er morandi í staðreyndavillum, að sögn viðskiptablaðsins Financial Times, og eru dæmi um að höfundurinn hafi sjálfur handvalið gögn sem henta pólitíska málstaði hans betur.

Rannsókn blaðsins leiddi í ljós að fáar vísbendingar væru til staðar sem styddu meginkenningu Pikettys, að hlutur hinna auðugustu í þjóðartekjum hafi stækkað á kostnað almennings.

Bókin hans hefur farið sigurför um heiminn á undanförnum vikum og hafa víða sprottið upp - á nýjan leik - deilur um bilið á milli hinna ríku og fátæku.

Piketty segir að ef að arður af fjármagni vaxi hraðar en sjálft hagkerfið, þá hafi það í för með sér að hlutur kapítalistanna, sem eiga fjármagnið, í þjóðartekjum stækki á kostnað annarra.

Stefnusmiðir víða um heim hafa hrósað bókinni í hástert og þá hafa stjórnmálamenn jafnframt notað hana sem rökstuðning fyrir fleiri og hærri sköttum á auðmenn.

Eins og kunnugt er leggur Piketty til að lagðir verði ofurskattar, allt að 80%, á auðmenn og aðra fjármagnseigendur til að stemma stigu við því sem hann segir vera vaxandi ójöfnuði í heiminum.

Í frétt Financial Times segir að Piketty noti gögn frá seinustu tveimur áratugum til að sýna fram á að samþjöppun auðs hafi stóraukist og að svo verði áfram raunin á næstu misserum að öllu óbreyttu.

Í fréttinni er hann meðal annars sakaður um að líta fram hjá mikilvægum gögnum, meðhöndla illa þau gögn sem hann notar, breyta niðurstöðunum sem hann fær, „búa til“ eigin gögn sem hvergi er síðan vísað til og handvelja sjálfur gögn eftir hentisemi.

Í samtali við AFP þvertók Piketty hins vegar fyrir það að hafa farið illa með tölur og gögn við skrifin. Hann sakar Financial Times enn fremur um óheiðarleika með því að gefa í skyn að þessi lélega meðhöndlun gagna breyti niðurstöðunum sem hann fær. „Þegar staðreyndin er sú að það breytir engu,“ sagði hann.

„Nýrri rannsóknir, með öðrum heimildum, styðja allar niðurstöður mínar.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK