Óttast ekki erlenda kaffirisa

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Markaðshlutdeild Kaffitárs á almennum kaffimarkaði er um 15% hér á landi, að sögn Aðalheiðar Héðinsdóttur, stofnanda og forstjóra, en víða sé hlutdeild gæðakaffis einungis um 1% af markaði.

Hún segist ekki hafa áhyggjur af komu erlendra kaffirisa hingað til lands.

Kaffitár sigldi nokkuð áfallalaust í gegnum bankahrunið þar sem félagið var lítið skuldsett, auk þess sem viðskiptavinir héldu tryggð við fyrirtækið. „Fólk hélt áfram að koma á kaffihúsin okkar en keypti uppáhellt kaffi í staðinn fyrir kaffidrykki, ristað brauð í staðinn fyrir samlokur og ódýrara kaffi en áður,“ segir Aðalheiður í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Sjá nánar opnuviðtal við Aðalheiði í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK