Leggst gegn því að gögnin verði keypt

Skattrannsóknarstjóri
Skattrannsóknarstjóri Sverrir Vilhelmsson

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, leggst gegn því að íslenska ríkið kaupi erlend bankagögn sem gætu innihaldið upplýsingar um skattsvik. Félagið fordæmir skattsvik og telur mikilvægt að þau séu upprætt, en minnir á að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.

Félagið telur að ekki eigi að kaupa gögnin ef þeirra var aflað með ólögmætum hætti. „Afar slæmt fordæmi skapast ef greiða á einstaklingum verðlaunafé fyrir að afla sönnunargagna þegar löglegar heimildir sem ríkið hefur til öflunar sönnunargagna bresta. Það væri óviðunandi ef lögreglan verðlaunaði þjóf fyrir að brjótast inn í hús og afla sönnunargagna, þegar lögreglan fær ekki húsleitarheimild. Að sama skapi á ekki að borga tölvuþrjóti verðlaunafé fyrir að brjótast inn í fjármálastofnanir og stela upplýsingum,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Þá segir að alls óvíst sé hversu nothæf gögnin eru og hvort þau muni skila tilætluðum árangri. „Þá er einnig líklegt að skattféð sem notað yrði til kaupanna á gögnunum yrði notað til að fjármagna ólöglega starfsemi, þar sem ljóst er að gagnanna var aflað af aðilum við ólöglega starfsemi.

Félagið fordæmir skattsvik og telur mikilvægt að þau séu upprætt, en minnir á að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK