Fengu frest til að skila skattaákvæði

Með ákvæðinu gæti fólk leiðrétt skattskil aftur í tímann vegna …
Með ákvæðinu gæti fólk leiðrétt skattskil aftur í tímann vegna eigna erlendis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Starfshópurinn sem vinnur að drögum að nýju ákvæði um grið í íslensk skattalög óskaði eftir viðbótarfresti til að ljúka vinnu sinni og hefur nú frest til 6. mars. Hópurinn átti að skila niðurstöðum fyrir 15. febrúar.

Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem birt var í febrúar í tengslum við kaup á skattagögnum sagði að hópnum væri ætlað að meta hvort lagaheimildir skattyfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum væru fullnægjandi og hvort ástæða væri til að taka upp ákvæði um grið í íslensk skattalög, svipuð þeim sem eru í nágrannalöndunum. 

Í samtali við mbl sagði Frosti Sigurjónsson, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, að með ákvæðinu yrði fólki með eigur í skattaskjólum gert kleift að koma fram og gera hreint fyr­ir sínum dyr­um. 

Slík ákvæði eru í lögum margra nágrannalanda en samkvæmt þeim geta menn í takmarkaðan tíma leiðrétt skattskil aftur í tímann vegna eigna sem eru erlendis. Fyrir það er greitt sérstakt álag en í staðinn losnað undan refsingu. Frosti sagði þá einnig að viður­lög yrðu mögu­lega hert í leiðinni og mönn­um þannig gert ljóst að þeir ættu ekki að láta tæki­færið fram hjá sér fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK