Uppgjöf kemur ekki á óvart

Geysir í Haukadal laðar að margan ferðamanninn.
Geysir í Haukadal laðar að margan ferðamanninn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við höfum gjarnan viljað eiga samtal við meðeiganda okkar, ríkið, en einhverra hluta vegna telja þeir sig hafna yfir það að eiga við okkur samræður á jafnræðisgrundvelli,“ segir Garðar Ei­ríks­son, talsmaður Land­eig­enda­fé­lags Geys­is. Hann segir það ekki koma á óvart að náttúrupassinn hafi ekki náð fram að ganga. Líkt og Morgunblaðið greindi frá í dag hefur ráðherra endanlega gefið passann upp á bátinn.

Almenna viðhorfið hefur breyst

„Ég hef ekki verið sannfærður um að náttúrupassinn sé rétta leiðin en hef hins vegar lagt á það áherslu að við þurfum að afla fjár til þessara hluta,“ segir Guðni. „Ég held að almenna viðhorfið hafi breyst frá því að við stóðum í þessu brautryðjendastarfi fyrir rúmu ári síðan. Það ríkir orðið skilningur um að nauðsynlegt sé að standa vörð um náttúruna. Það gengur ekki að hafa þetta lengur svona.“

Síðasta sumar komu yfir 500 þúsund ferðamenn til lands­ins, ef farþegar skemmti­ferðaskipa eru meðtald­ir. Gert er ráð fyrir að fjöldinn muni stóraukast í ár. Aðspurður hvort lausn á málinu hefði verið nauðsynleg fyrir sumarið segir Garðar að hún hefði þurft að koma fram fyrir fimm árum síðan. Þá segist hann ennþá sannfærður um að gjaldtaka við vinsælustu ferðamannastaðina sé farsælasta lausnin. „Fjöldi ferðamanna er orðinn það mikill að það getur ekki talist eðlilegt að landeigendur, sem bera ábyrgð á sínum eigum, sitji uppi með vandamálið á meðan aðrir gera út á eigurnar.“

Hann segir gjaldtökuna vera einföldustu og fljótvirkustu leiðina. „Þá væri hægt að hafa af þessu einhverja tugi milljóna og ríkið fengi um helminginn af því í formi skatta eða eignarhluta,“ segir hann. „Þessi lopateyging hefur seinkað málinu um tvö ár.“

Fjármögnun úr ríkissjóði ekki rétta leiðin

Í samtali við Morgunblaðið nefndi Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að fjármögnun úr ríkissjóði væri líkleg niðurstaða og benti á að auknar tekjur hafi fengist af ferðamönnunum. Garðar telur hins vegar ekki rétt að nota skattfé almennings til þess að standa undir þessu og segir ríkið þurfa á þessum auknu tekjum að halda til þess að efla löggæslu og bæta vegakerfið.

Hann segir Landeigendafélagið ætla að kalla eftir fundi með stjórnvöldum á næstunni til þess að fara yfir málið. „Ekki sýnir ríkið frumkvæði í þessum efnum. Það er búið að nefna að það ætti að boða okkur til fundar einhvern mánuðinn. Það var reyndar ekki tilkynnt hvaða ár það ætti að vera. Við verðum því líklega að sýna frumkvæði líkt og við höfum reyndar gert undanfarin fjögur ár án árangurs.“

Frétt mbl.is: Gefur náttúrupassa upp á bátinn

Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur slegið náttúrupassann af.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur slegið náttúrupassann af. Friðrik Tryggvason
Fjöldi ferðamanna mun stóraukast í sumar.
Fjöldi ferðamanna mun stóraukast í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK