Krísulögmaður hjálpar VW

Kenneth Feinberg
Kenneth Feinberg Mynd af Wikipedia

Einn helsti krísulögmaður heims hefur verið kallaður til að hjálpa VW. Lögmaðurinn Kenneth Feinberg átti þátt í að ákvarða bætur handa fórnarlömbum árásanna á Tvíburaturnana, sprenginganna í Boston maraþoninu og í BP olíuslysinu. Nú hefur VW fengið hann til þess að meta hæfilegar bætur sem fyrirtækið þarf að greiða til bifreiðareigenda.

VW á yfir höfði sér yfir 500 kærur frá neytendum vegna svindlbúnaðarins sem fyrirtækið kom fyrir í bílum fyrir útblástursprófanir. Á meðal málanna eru hópmálsóknir og er því ljóst að margir geta staðið á bak við hvert mál.

VW vonast til þess að hægt verði að losna við nokkur þessara mála með réttarsátt. Þeir sem fallast á sáttina fyrirgera sér öllum rétti til þess að sækja frekari bætur fyrir dómstólum.

„Víðtæk þekking hans á flóknum málum mun hjálpa okkur við að greiða úr þessum málum í samvinnu við viðskiptavini okkar,“ hefur Forbes eftir Michael Horn, framkvæmdastjóra VW í Bandaríkjunum.

Á blaðamannafundi í gær sagði Feinberg þó reginmun vera á VW-málinu og flestum öðrum málum sem hann hefur tekið að sér. Engin dauðföll má rekja til atburðarins.

„Guði sé lof erum við ekki að eiga við dauðföll eða slys. Við erum að eiga við bíl, ekki slys,“ sagði Feinberg.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK