Rauður dagur í Kauphöllinni

Daglegt yfirlit Nasdaq er rautt í dag.
Daglegt yfirlit Nasdaq er rautt í dag.

Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland, OMXI18, lækkaði um rúm tvö prósent í dag á rauðum degi í Kauphöllinni. Töluverðar lækkanir voru hjá öllum félögum. Heildarveltan með hlutabréf í dag nam um 2,5 milljörðum króna og stóð vísitalan í 1855,71 stigi í lok dagsins.

Þegar litið er heilt yfir í Kauphöllinni lækkuðu bréf Össurar mest, eða um 3,15 prósent en þar á eftir voru bréf Icelandair, sem lækkuðu um 2,59 prósent. Þá lækkuðu bréf Marels um 2,05 prósent.

Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 0,7 prósent í 13,3 milljarða króna viðskiptum. 

Bréf Össurar og Marels hafa lækkað nokkuð skarpt frá upphafi ársins. Bréf Össurar um 9,47 prósent og hlutabréf Marels um 4,78 prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK