Tvíbent niðurstaða útboðsins

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstaða úr aflandskrónuútboði Seðlabankans er tvíbent. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við RÚV nú í kvöld.

Frétt mbl.is: Tóku tilboðum fyrir 72 milljarða

„Á aðra röndina fengum við eitthvað 1.690 tilboð og við tókum 98% þeirra þannig að það er mjög mikið af einstaklingum og lögaðilum sem fara í gegn og hreinsast út úr aflandskrónustöðunni. Það er jákvætt. Á hina röndina er það alveg ljóst að frekar stórir aflandskrónueigendur hafa annaðhvort ekki tekið þátt eða boðið gengi sem við gátum ekki fallist á,“ sagði Már. 

Sagði hann jafnframt að óháð þessari niðurstöðu sé á það að líta að þetta hafi verið hannað sem síðasta útboðið áður en farið verði í losun hafta á innlenda aðila.

 „Þetta er hannað þannig að þeir sem fara ekki út núna þeir haldast inni í svipuðu umhverfi sem sagt efnahagslega og varðandi fjárfestingakosti eins og þeir hafa verið í fram að þessu með breytingum sem voru nauðsynlegar til að tryggja það að það umhverfi héldi jafnvel þótt við losum höftin á innlendu aðilana. Þeir fara aftast í röðina, þeir voru fremstir og svo einhvern tímann kemur röðin að þeim aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK