140 sæti farin af 160

Grétar er enn að fara í gegnum fyrirspurnir vegna flugsins.
Grétar er enn að fara í gegnum fyrirspurnir vegna flugsins. Samsett mynd

Grétari Sigfinni Sigurðssyni hafa borist yfir 300 fyrirspurnir um fyrirhugað leiguflug á hans vegum til Nice vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við England næstkomandi mánudag.

Frétt mbl.is: Leigir flugvél til Frakklands.

Grétar tilkynnti um flugið í gærkvöldi en í morgun kom þó babb í bátinn.

„Ég missti vélina í morgun. Eitthvert af stóru fyrirtækjunum í Evrópu, ég veit náttúrulega ekkert hvort þetta tengist Íslandi, hirti hana af mér,“ segir Grétar.

„Það er gríðarleg samkeppni og það eru bara varla til flugvélar í Evrópu. Það var einhver til í að borga hærra svo þeir hefðu þurft að fá staðfestingu innan 20 mínútna, sem ég gat auðvitað ekki gefið.“

Hann segir daginn hafa einkennst af miklu stressi en að loks hafi þó farið svo að önnur vél fannst, en því miður þó nokkuð dýrari. Þeir sem sent höfðu fyrirspurn hafi verið látnir vita af því að verðið hafi hækkað um 50 þúsund krónur á mann en áður var ráðgert að hvert sæti kostaði 129.900 krónur. Verðhækkunin virðist þó ekki hafa komið að sök.

„Hún er svo gott sem full. Það eru svona 90 prósent líkur á að við förum út,“ segir Grétar. „Síðast þegar ég vissi, voru 140 sæti farin af 160 en við eigum eftir að fara í gegnum mikinn póst. Svo þetta er mjög líklegt.“

Ein­ung­is er um dags­ferð að ræða, farið verður snemma morg­uns á mánu­dag og komið aft­ur heim um kvöldið eft­ir leik­inn. Fyllist lausu sætin segir Grétar að hægt verði að skrá sig á biðlista.

„Það er möguleiki á að fá aðra svona dýra vél, sem er óþolandi af því að við vorum að vonast til að fá þetta aðeins ódýrara, en þessi möguleiki er alla vega til staðar. Við erum að skoða þetta.“

Hægt er að hafa samband við Grétar á Facebook eða á gretarsigfinnur@gmail.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK