Ryanir með afkomuviðvörun vegna Brexit

Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary.
Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary. AFP

Írska flugfélagið Ryanair sendi frá sér afkomuviðvörun í morgun vegna lækkunar á gengi pundsins frá því Bretar samþykktu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní.

Flugfélagið gerir nú ráð fyrir því að hagnaður félagsins verði 5% minni í ár en áður hafði verið spáð.

Í tilkynningu til kauphallarinnar kemur fram að meginástæða þessa sé 18% lækkun á gengi sterlingspundsins frá því Brexit varð að raunveruleika. Þetta hefur veruleg áhrif á fargjöld flugfélagsins á síðari hluta ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK