Óvissa um 600 störf

Byggingavörufyrirtækið Travis Perkins
Byggingavörufyrirtækið Travis Perkins Skjáskot

Breskt byggingavörufyrirtæki segir að 600 störf séu í hættu vegna óvissu í efnahagsmálum landsins vegna Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hjá byggingavörufyrirtækinu, Travis Perkins, starfa í heildina 28 þúsund manns á rúmlega tvö þúsund vinnustöðum, þeirra á meðal eru verslanirnar Tile Giant, Tool Station og Wickes. 

Vegna óvissunnar í efnahagsmálum hefur fyrirtækið ákveðið að loka tíu minni framleiðslu- og vöruhúsum sem hefur bein áhrif á framleiðslu á yfir 30 vörumerki fyrirtækisins. Öllum þeim 600 starfsmönnum sem þetta mun hafa áhrif á hefur verið greint frá stöðunni. 

Talsmaður fyrirtækisins varaði við að hagnaður fyrir EBITA yrði undir áætluðu markaðsverði eða um 462 milljónum evra. 

Breski forsætisráðherrann, Theresa May, fullyrti í síðasta mánuði að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu myndi taka tvö ár. Þær áætlanir myndu taka gildi í mars 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK