Facebook stækkar í Bretlandi

Facebook ætlar að setja upp nýjar höfuðstöðvar í Lundúnum á næsta ári og bæta við 500 starfsmönnum.

Samkvæmt fréttatilkynningu Facebook munu 1.500 starfa hjá fyrirtækinu í Bretlandi eftir breytingarnar en Bretland sé eitt besta landið fyrir tæknifyrirtæki að starfa á.

Fréttirnar um stækkun Facebook í Bretlandi koma í kjölfar fregna um að Google er að bæta við sig þar og búast megi við því að um 3 þúsund ný störf verði til hjá Google í Lundúnum.

Nicola Mendelsohn, sem er aðstoðarframkvæmdastjóri Facebook í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, segir að Bretland sé mjög mikilvægt í starfsemi Facebook og skipi merkilegan sess í sögu fyrirtækisins. „Þegar við komum til Lundúna árið 2007 var hægt að telja starfsmennina á fingrum annarrar handar en í lok næsta árs verðum við komin með nýjar höfuðstöðvar og áætlun um 1.500 starfsmenn,“ segir Mendelsohn.

Nýja skrifstofan verður í Fitzrovia-hverfinu í miðborginni og eru framkvæmdir í fullum gangi. Borgarstjórinn í Lundúnum, Sadiq Khan, fagnar áformum Facebook og segir þau sýna styrk Lundúna sem tæknimiðstöð. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK