Súkkulaðibitinn dýrari eftir Brexit

Súkkulaðibitinn gæti orðið dýrari á næstunni.
Súkkulaðibitinn gæti orðið dýrari á næstunni.

Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Mars hefur varað aðdáendur súkkulaðisins við því að verð þess gæti hækkað í Bretlandi í kjölfar Brexit.

Fiona Dawson fer fyrir alþjóðadeild bandaríska sælgætisframleiðandans. Hún segir að brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu án þess að sérstakir viðskiptasamningar verði gerðir yrði til þess að verð á súkkulaðistykkjunum myndi hækka. Þá segir hún brotthvarfið stefna störfum í hættu.

Dawson heldur ræðu hjá viðskiptaráði Evrópusambandsins í dag og í henni mun koma fram, að því er segir í frétt Sky, að viðskiptahindranir í kjölfar Brexit muni óumflýjanlega hafa áhrif á neytendur. 

Dawson vill með ræðu sinni vekja athygli á áhrifum Brexit á matvælaiðnaðinn en hingað til hefur kastljósið aðallega beinst að fjármálaþjónustu og bílaframleiðslu.

Mars framleiðir mörg þekkt vörumerki, s.s. Snickers, Maltesers, Uncle Ben's, Dolmio og Whiskas. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 18 þúsund í Evrópu, þar af 3.800 á Bretlandseyjum.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK