Réttarhöld að hefjast í Katar-máli Barclays

Barclays Bank, höfuðstöðvar.
Barclays Bank, höfuðstöðvar. AFP

Réttarhöld yfir þremur fyrrverandi yfirmönnum breska Barclays-bankans hefjast í dag en þeir eru ákærðir fyrir fjársvik í tengslum við rannsókn á því hvernig bankinn sótti milljarða punda til Katar árið 2008.

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) hefur haft til rannsóknar greiðslur til Katar gegn því að fá rekstrarfé frá yfirvöldum í Katar þegar bankinn átti í sem mestum erfiðleikum vegna fjármálakrísunnar. Þremenningarnir, Roger Jenkins, Tom Kalaris og Richard Boath, neita allir sök.

Fyrrverandi starfsbróðir þeirra, John Varley, hefur þegar verið sýknaður í málinu og máli SFO gegn bankanum sjálfum var vísað frá dómi í fyrra. Bæði bankinn og Varley höfðu neitað sök.

Í frétt BBC kemur fram að Jenkins hafi stýrt fjárfestingabankastarfsemi Barclays í Mið-Austurlöndum á þessum tíma en Kalaris var yfir sjóðum og Boath stýrði Evrópudeild fjárfestingabankastarfseminnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK