Barclays aftur ákært vegna Katarlánsins

Höfuðstöðvar Barclays í Canary Wharf-hverfinu í London.
Höfuðstöðvar Barclays í Canary Wharf-hverfinu í London. AFP

Breski bankinn Barclays hefur verið ákærður í annað sinn af yfirvöldum í Bretlandi í tengslum við neyðarlán til bank­ans frá Kat­ar þegar fjár­málakrepp­an reið yfir heim­inn árið 2008. 

Um er að ræða einn ákærulið gegn dótturfélaginu Barclays Bank um ólöglega fjárhagsaðstoð, að því er kemur fram í frétt Financial Times.

Ákærur fyrir fjársvik voru lagðar fram í júní á hendur móðurfélaginu og fjórum lykilstarfsmönnum þess í tengslum við sama mál en nú beinist ákæran að þeim hluta fyrirtækisins sem hefur leyfi til bankastarfsemi og er háður því að breska fjármálaeftirlitið leggi blessun sína yfir starfsemina. 

Málið snýst um að bankinn hafi lánað fjár­fest­um frá Kat­ar þrjá millj­arða Banda­ríkja­dala til að kaupa bréf í bank­an­um sjálf­um sem hlut af 7,3 millj­arða punda sam­komu­lagi sem gert var í miðri fjár­málakrís­unni árið 2008. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir