TM fær grænt ljós frá Fjármálaeftirlitinu

Áætlanir TM um að færa sig að hluta inn á …
Áætlanir TM um að færa sig að hluta inn á fjármögnunarmarkað gengu eftir. Mynd/mbl.is

Fjármálaeftirlitið hefur metið TM hf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Lykli fjármögnun hf. að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Í október á síðasta ári undirritaði TM kaupsamning við Klakka ehf. um kaup á Lykli fjármögnun.

Kaupverð samningsins nam 9,25 milljörðum króna og innihélt ákvæði um að TM muni greiða Klakka hagnað Lykils á árinu 2019. TM ætlar sér að vera með fjármögnun sem hluta af starfsemi sinni í framtíðinni.

Samkvæmt tilkynningu, sem send var út í október þegar kaupsamningurinn var undirritaður, var kaupverðið greitt með handbæru fé, útgáfu á nýju hlutafé upp á 3 milljarða króna og sölu á eignum. Þá kom fram að lánsfjármögnun upp á 3 milljarða króna vegna kaupanna hefði verið tryggð.

Þar kom einnig fram að með kaupunum væri verið að byggja undir nýja stoð í rekstri TM. „Kaup­in á Lykli eru í sam­ræmi við stefnu TM og eft­ir­leiðis mun starf­semi fé­lags­ins skipt­ast í þrjár jafn mik­il­væg­ar stoðir, vá­trygg­ing­ar, fjár­mögn­un og fjár­fest­ing­ar. Tæki­færi eru til að bæta arðsemi af grunn­rekstri Lyk­ils. TM áætl­ar að hægt verði að ná fram tölu­verðum sam­legðaráhrif­um, bæði í tekj­um og kostnaði, fjölga fjár­mögn­un­ar­kost­um og ná niður fjár­magns­kostnaði. Þá er stefnt að því að gera fjár­magns­skip­an hag­kvæm­ari.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK