Hammond samur við sig

Richard Hammond.
Richard Hammond. AP

Richard Hammond, einn þáttastjórnenda breska bílaþáttarins Top Gear, hefur tekið þátt í nýju glæfraatriði, tæpu ári eftir að hann beið næstum bana er hann missti stjórn á bíl sem var knúinn þotuhreyfli.

Hammond, sem er 37 ára gamall, ók Bugatti Veyron sportbifreið er hann atti kappi við Typhoon herþotu konunglega breska flughersins í Coningsby, Lincolnskíri.

Sem kunnugt er slasaðist hann hinsvegar alvarlega þegar hann missti stjórn á þotubifreiðinni í september í fyrra.

Forsvarsmenn breska ríkisútvarpsins BBC segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt við tökur á glæfraatriðinu.

Verið var að taka upp atriði fyrir nýja þáttaröð sem verður tekin til sýninga í október. Þar sést Hammond aka bifreið sem getur náð yfir 400 km hraða, en hún getur auk þess náð 100 km hraða á 2,5 sekúndum. Þetta er sagður vera hraðskreiðasti bíll sem settur er í almenna framleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir