Dagur B. liðtækur og lúmskur

Knattspyrnufélagið Styrmir
Knattspyrnufélagið Styrmir

„Ég kvíði því mest að spila á móti Degi B. Eggertssyni því hann getur verið ansi liðtækur og lúmskur,“ segir Jón Þór Þorleifsson, einn af liðsmönnum fótboltafélagsins Styrmis sem í samstarfi við Iceland Express kynnir alþjóðlegt fótboltamót samkynhneigðra á Íslandi um páskana 2009. Til þess að hita upp fyrir mótið og byggja upp spennu ætlar félagið að spila æfingaleik í dag kl. 14 við valinkunna, þjóðþekkta íslendinga. Á meðal keppanda eru Dagur B. Eggertsson, Bjarni Benediktsson, Logi Bergmann, Óli Palli, Guðmundur Torfason og fleiri og fleiri.

Jón Þór segir að mikil spenna sé fyrir leiknum og það sé upplagt fyrir fjölskyldufólk að taka sunnudagsbíltúrinn upp í íþróttahúsið Kórinn í Kópavogi og horfa ókeypis á æsispennandi leik

Halla Gunnarsdóttir verður liðsstjóri andstæðingana. ,,Hún fer í það hlutverk í forföllum Sveppa sem þarf að skreppa til Svíþjóðar að skemmta,“ segir Jón Þór. ,,Annars eru andstæðingarnir margir hverjir landsliðsfólk úr fótboltanum, en við erum hvergi smeykir. Við erum búnir að æfa mikið undanfarin ár og sérstaklega vel fyrir þetta mót. Ég spái því að úrslitin ráðist í vítaspyrnukeppni á sunnudaginn,“ segir Jón Þór að lokum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir