Blæs á orðróm um kynlíf með mótleikara

Will Smith og Duane Martin kynntust við tökur á Fresh …
Will Smith og Duane Martin kynntust við tökur á Fresh Prince of Bel Air árið 1993. Samsett mynd

Fyrrverandi aðstoðarmaður stórleikarans Will Smith, Brother Bilaal, greindi frá því í viðtali á dögunum að hann hafi gengið inn á leikarann og góðvin hans, Duane Martin, í miðjum klíðum. Sjálfur segir Smith ekki eitt sannleikskorn í fullyrðingum Bilaal, en þrátt fyrir það hefur orðrómurinn farið sem eldur í sinu um netheima.

Talsmaður Smith segir söguna „algjöran uppspuna“ og segir hann leikarann „íhuga að grípa til aðgerða.“

Smith og Martin kynntust árið 1993 þegar sá síðarnefndi lék aukahlutverk í þætti af Fresh Prince of Bel Air, en það eru þættirnir sem komu Smith á kortið. 

Bók Jödu greindi frá ýmsu

Síðustu ár hafa reynst Óskarsverðlaunaleikaranum erfið, en eiginkona Smith, leikkonan Jada Pinkett Smith opinberaði nýverið að þau hjónin væru skilin að borði og sæng og að það væri ekki nýtt af nálinni. 

Will og Jada hafa lifað aðskild­um líf­um síðastliðin sjö ár, en hjón­in mættu þó hönd í hönd á Óskar­sverðlauna­hátíðina á síðasta ári en fengu á sig mikla gagn­rýni í kjöl­far löðrungs­ins sem átti sér stað og fjall­ar Jada um at­vikið í bók­inni Worthy.

Leikarinn rauk upp á svið og sló grín­ist­ann Chris Rock eft­ir að hann sagði brand­ara sem Will þótti sær­andi. Will var í kjöl­farið bannað að mæta á hátíðina næstu tíu árin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir