Steve Buscemi kýldur á götu í New York

Leikarinn Steve Buscemi hefur leikið í nokkrum af vinsælustu kvikmyndum …
Leikarinn Steve Buscemi hefur leikið í nokkrum af vinsælustu kvikmyndum allra tíma og má þar nefna Reservoir Dogs, Fargo, The Big Lebowski og Pulp Fiction. mbl.is/AFP

Bandaríski stórleikarinn Steve Buscemi lenti í leiðindaatviki á miðvikudag.

Buscemi var á göngu um götur New York-borgar ásamt ónefndri konu þegar hann var kýldur í andlitið. Árásin var tilefnislaus og ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til en Buscemi þekkti manninn ekki neitt. 

Að sögn vitna þá gekk árásarmaðurinn rakleiðis upp að Buscemi og kýldi hann í andlitið. Við það féll leikarinn í götuna og var í kjölfarið fluttur á Bellevue-sjúkrahúsið þar sem gert var að sárum hans, en hann hlaut minniháttar skurði, skrámur og áverka. 

Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og er enn leitað. 

Árásir sem slíkar hafa færst í vöxt á síðustu árum en leikarinn Rick Moranis varð fyrir fólskulegri árás í New York-borg árið 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir