„Í anda jólanna..."

Starfsemi vændishúsa er lögleg í Hollandi en ekki vændi á …
Starfsemi vændishúsa er lögleg í Hollandi en ekki vændi á götum úti. Reuters

Lögregla í Utrecht í Hollandi ákvað í gærkvöldi að sleppa karlmanni sem hún stöðvaði við að fá sekt senda heim þegar í ljós koma að vændiskona var í för með honum. Var það gert að þrábeiðni mannsins svo eiginkonan kæmist ekki að athæfinu.

Segir í tilkynningu frá lögreglunni í Utrecht að þegar lögregla stöðvaði bifreið mannsins, vegna þess að ljós á bifreiðinni var brotið,  tók hún eftir því að vændiskona var í för með manninum.

Maðurinn staðfesti við lögreglu að konan væri vændiskona sem starfar á götum úti en slíkt er ólöglegt í Hollandi á meðan starfsemi vændishúsa sem eru með tilskilin rekstrarleyfi er lögleg.

Lögreglan skrifaði sekt vegna brotna ljóssins og sagði manninum að sektin yrði send heim til hans í umslagi merktu lögreglunni. Maðurinn baðst griða og vildi greiða sektina á staðnum þar sem eiginkonan myndi uppgötva að hann hafi verið sektaður á götu í Utrecht sem er þekkt fyrir vændi og algengt er að menn taki vændiskonur upp í bíla sína. Eftir að maðurinn grátbað lögreglu um miskunn fór lögregluþjónninn með hann á næstu stöð þar sem hann gat gert upp skuld sína við samfélagið í reiðufé.

„Í anda jólanna ... var manninum leyft að yfirgefa lögreglustöðina 50 evrum fátækari en með létta lund," segir í tilkynningu lögreglu.

Talskona lögreglunnar í Utrecht , Ellen de Heer, segir að fréttatilkynningin hafi verið send út til þess að sýna fram á að lögreglan geti verið liðleg þrátt fyrir að öðru sé oft haldið fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir