Líbanski herinn og friðargæsluliðar komnir að landamærum Ísraels

AP

Líbanski herinn, með stuðningi friðargæsluliða Sameinuðu Þjóðanna, eru komnir að landamærum Ísraels, að svo nefndri Líbanski herinn og friðargæsluliðar komnir að landamærum Ísraels, að svo nefndri „bláu línu". Æ fleiri ísraelskir hermenn hafa yfirgefið Líbanon og haldið heim á ný. Yfirmaður UNIFIL, friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna, Alain Pelligrini, segir að Ísraelsher sé smátt og smátt að yfirgefa þetta svæði Líbanon og um mánaðarmót verði brottflutningi þeirra lokið.

Eins og greint var frá á Fréttavef Morgunblaðsins í gær þá sagði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah samtakanna í Líbanon í ávarpi sínu í Beirút í Líbanon að enginn her í heiminum væri nógu sterkur til að afvopna Hizbollah-samtökin en kveðið er á um afvopnun þeirra í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem er grundvöllur gildandi vopnahlés Hizbollah og Ísraela.

Talið er að um 500.000 manns hafi sótt samkomu samtakanna í úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanons, í gær og sagði Nasrallah viðstadda sýna meira hugrekki en þeir hafi gert þann 12. júlí og 14. ágúst er átök Ísraela og Hizbollah hófust og þeim lauk. Sjónvarpsstöð Hizbollah-samtakanna Al-Manar sagði í gær að samkoman yrði „þjóðaratkvæðagreiðsla um andstöðuna”.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert