WHO mælir með umskurn sem þætti í alnæmisvörnum

Kim Dickson, sérfræðingur hjá WHO, á blaðamannafundi stofnunarinnar í dag.
Kim Dickson, sérfræðingur hjá WHO, á blaðamannafundi stofnunarinnar í dag. AP

Fulltrúar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, og stofnunarinnar UNAIDS, lýstu því yfir í dag að umskurn karla væri til þess fallin að draga úr hættu á HIV-smiti, sem veldur alnæmi. Tilraunir, sem gerðar voru í þremur Afríkuríkjum sýndu, að umskurn minnkaði um helming líkur á að gagnkynhneigðir menn smituðust af HIV-veirunni.

Tilmæli alþjóðastofnananna eiga einkum við lönd þar sem hlutfall alnæmissmit meðal gagnkynhneigðra er hátt. Sérfræðingarnir lögðu áherslu á, að umskurn muni aldrei koma í stað annarra smitvarna, svo sem smokka.

Sérfræðingar WHO og UNAIDS hvöttu til þess í dag, að auka aðgengi að aðgerðum, einkum á svæðum í Afríku sunnan Sahara og tryggja að þær séu gerðar af til þess bærum heilbrigðisstarfsmönnum og við viðunandi aðstæður.

Engar vísbendingar eru um að umskurn hafi áhrif á sýkingar í konum eða meðal karla, sem eiga mök við aðra karla.

Fram kemur á fréttavef BBC, að ýmsar ástæður séu fyrir því að umskurn dragi úr HIV-sýkingu. Þannig séu vísbendingar um að sérstakar frumur í forhúðinni séu næmar fyrir HIV-sýkingu. Þá verði húðin undir forhúðinni ekki eins viðkvæm á eftir og minni líkur séu á að blæðandi sár myndist þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert