Þess minnst að Saddam Hussein hefði orðið sjötugur í dag

Mörg hundruð manns komu saman við grafhýsi Saddams Husseins til …
Mörg hundruð manns komu saman við grafhýsi Saddams Husseins til þess að minnast þess að hann hefði orðið 70 ára væri hann á lífi. AP

Mörg hundruð manns lögðu kerti og blóm við gröf Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, í dag til þess að minnast þess að í dag hefði Saddam orðið sjötugur.

Stuðningsmenn Saddams sögðust ekki aðeins vera að syrgja fyrrum leiðtoga sinn heldur einnig ástandið í landinu. Saddam var hengdur þann 30. desember sl. eftir að hann var fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu.

„Við komum með kerti en við munum ekki kveikja á því kerti Íraks, Saddam Hussein Íraksforseti, er farinn sem píslarvottur,“ sagði Fatin Abdul Qadir, framkvæmdastjóri mannúðarsamtaka í Tikrit. „Við munum kveikja á kertunum þegar Írak hefur verið frelsað á ný.“

Búið var að koma fyrir borðum á margar byggingar í miðborg Tikrit og á einum þeirra stóð „við fögnum andspyrnu Íraks og íbúum Íraks á afmælisdegi leiðtogans þann 28. apríl.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert