Maður sem átti sök á banaslysi ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Danskur karlmaður um fertugt verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi en hann átti sök á umferðarslysi þar sem fernt lét lífið á sunnudagsmorguninn. Maðurinn ók á móti umferð á hraðbraut á Jótlandi og lenti í árekstri við bíl sem kom á móti. Að sögn danskra fjölmiðla var var maðurinn undir áhrifum áfengis en lögregla hefur ekki viljað staðfesta það.

Í slysinu, sem varð á hraðbraut milli Fredericia og Vejle á Jótlandi, létust 32 ára gömul kona, unnusti hennar, bróðir og mágkona. Maðurinn, sem var einn í bílnum, slasaðist og var fluttur á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert