Sharif hyggst sniðganga kosningarnar

Nawaz Sharif, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, var harmi sleginn þegar …
Nawaz Sharif, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, var harmi sleginn þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. AP

Nawaz Sharif, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistans, sagði í dag að flokkur hans muni sniðganga þingkosningarnar í landinu sem fram eiga að fara 8. janúar nk. Sharif krafðist þess jafnframt að Pervez Musharraf, forseti Pakistans, segi af sér þegar í stað.

„Það er ekki hægt að halda sanngjarnar og frjálsar kosningar á meðan Pervez Musharraf er við völd. Hann segir að eftir að Benazir Bhutto var myrt þá hafi hann tilkynnt að flokkur hans muni sniðganga kosningarnar.

Sharif hvatti aðra flokka til að gera slíkt hið sama. Taki margir flokkar höndum saman og hundsi kosningarnar gæti það grafið undan lögmæti kosninganna. Musharraf vinnur nú að því að koma á lýðræði í landinu eftir átta ára valdatíð hersins.

„Ég krefst þess að Musharraf hætti þegar í stað,“ sagði Sharif á blaðamannafundi í dag. „Musharraf er orsök vandans. Pakistan getur ekki  haldist saman á meðan Musharraf forseti er við völd.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert