Vill binda enda á átök í Súdan

Bandarísk stjórnvöld segjast ætla gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja frið í Súdan. Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur forseta Súdan, Omar al-Besir. Talsmaður ríkisstjórnar Barack Obama, Robert Gibb, varaði við því að beita of mikilli hörku.

Stjórn Obama hefur ekki gengið eins langt og margar aðrar ríkisstjórnar, með því að telja al-Besir sekan um stríðsglæpi. Það skýrist þó meðal annars að því hversu stutt er síðan ríkisstjórn Obama tók við af George W. Bush. 

Sérstaklega eru það mikil átök í Súdan, sem hafa kostað hundruð þúsunda manna lífið, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum, yfir margra ára tímabil, sem horft til þegar ásakanir á hendur stjórn hans eru rökstuddar.

Leiðtogar Afríkuþjóða hafa áhyggjur á því að handtökuskipunin geti ógnað friðarferli sem hófst fyrir um ári síðan, með sameiginulegu átaki Alþjóðasamfélagsins, samkvæmt frásögn AFP-fréttastofunnar.

Gibb sagði stjórn Obama styðja af fullum hug allar aðgerðir sem geti leitt til varanlegs vopnahlés. Sameinuðu þjóðirnar segja um 300 þúsund manns hafa týnt lífi í átökunum í Darfúr en stjórnvöld í Súdan hafa sagt 10 þúsund manns hafa látið lífið.

Hjálparsamtökum vísað úr landi

Súdönsk yfirvöld hafa skipað allt að tíu mannúðarsamtökum að yfirgefa landið eftir að handtökuskipunin var gefin út. Mannúðarsamtökin voru við störf í Darfúr-héraði og hafa yfirvöld lagt hönd á eigur þeirra. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon hefur lýst yfir áhyggjum af þessum gjörningi og hefur hvatt súdönsk stjórnvöld til að gefa samtökunum starfsleyfi á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert