McDonalds mótmælir skilti nektardansstaðar

Myndin sem fylgir fréttinni á blt.se
Myndin sem fylgir fréttinni á blt.se

Eigandi nektardansstaðarins McDragan í Svíþjóð, Dragan Bratic, getur nú átt von á því að hamborgararisinn McDonalds höfði mál gegn honum vegna skiltis utan við staðinn. Á því er bókstafurinn M með brjóstvörtum á.

Talsmenn McDonalds segja um brot á höfundarrétti að ræða þar sem bókstafurinn sé of líkur þeirra eigin vörumerki. „Við viljum allavega ekki vera tengdir við nektardansstað,“ segir einn talsmannanna, Claes Eliasson, í viðtali við AFP fréttastofuna.

Eliasson segir að Dragan Bratic verði sent bréf þar sem hann er beðinn um að fjarlægja skiltið. Næstu skref fari eftir viðbrögðum Bratics.

Eigandi nektardansstaðarins, sem er af júgóslavneskum uppruna,  neitar því að hafa stælt vörumerki McDonalds og kveðst hafa fengið hugmynd að skiltinu eftir að hafa skoðað japanskt tímarit.

Í viðtali við á sænska fréttavefnum blt.se segir Bratic  nafnið McDragans tengjast áhuga sínum á mc, það er mótorhjólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert