Árásarmaðurinn svipti sig lífi

Árásin átti sér stað í bænum Bingham.
Árásin átti sér stað í bænum Bingham. Reuters

Talið er nær öruggt að árásarmaður sem tók tugi gísla í bænum Binghamton í New York og drap allt að 14 manns hafi í kjölfarið svipt sig lífi. Maðurinn réðst inn á skrifstofu stofnunar þar sem hælisleitendum er veitt aðstoð.

Samkvæmt nýjustu fréttum var maðurinn einn að verki og hafði undir höndum afar öflugan riffil.

Fyrstu fréttir hermdu, að árásarmaðurinn væri ungur af asískum uppruna. En sjónvarpsstöðin CNN sagði, að byssumaðurinn væri 42 ára gamall karlmaður búsettur í New York ríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert