Svínaflensan veikindi unga fólksins

JASON REED

Nýjustu tölur frá Bandaríkjunum staðfesta það að svínaflensan (H1N1) er veikindi unga fólksins. Þannig er helmingur þeirra sem lagðir hafa verið inn á spítala vegna veikinnar og fjórðungur dauðsfalla í hópi þeirra sem eru 25 ára og yngri.

Á tímabilinu frá 1. september til 10. október voru alls 4.900 tilfelli svínaflensu greind hjá Forvarnarmiðstöð sjúkdóma (Centers for Disease Control and Prevention) í Bandaríkjunum. Að sögn Anne Schuchat, sérfræðings hjá stofnuninni, voru alls 53% greindra sýna frá einstaklingum yngri en 25 ára.

Fjórðungur dauðsfalla voru í hópi barna og ungmenna, en tveir þriðju dauðsfalla voru í aldurshópnum 25-64 ára.

„Þetta er algjör viðsnúningur miðað við það sem við sjáum í árlegu flensunni, þar sem 90 þeirra sem dauðsfalla og 60% þeirra sem þurfa að leggja inn á spítala eru eldri en 65 ára,“ segir Schuchat.

Aðeins 12% látinna og 7% þeirra sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna svínaflensunnar hafa verið eldri en 65 ára.

Í ljósi þessara upplýsingar hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að segja ungt fólk í forgang þegar kemur að því að bólusetja landsmenn. Nú í upphafi vikunnar voru 12,8 milljón skammtar af bóluefni gegn svínaflensunni til taks í landinu og höfðu fylkin þegar pantað 10,8 milljónir skammta.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert