„Grænni“ landbúnaðarstefna ESB

Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB á að verða grænni en hún er …
Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB á að verða grænni en hún er nú. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) leggur til að endurskoðuð sameiginleg landbúnaðarstefna ESB verði „grænni“, réttlátari en nú og að styrkjastefnan verði einnig endurskoðuð. 

Dacian Ciolos, framkvæmdastjóri landbúnaðarmála ESB, sagði að sameiginlega landbúnaðarstefnan sé ekki einungis fyrir bændur heldur alla borgara ESB. Hann kynnti tillögur sem verða ræddar til að undirbúa samningu nýrra laga um mitt næsta ár.

Reiknað er með að ný sameiginleg landbúnaðarstefna ESB gangi í gildi 1. janúar 2014. Mörg ríki ESB sem nú glíma við fjárlagahalla vilja gjarnan geta dregið úr útgjöldum. Augu allra beinast að landbúnaðarkerfinu sem nú gleypir allt að 40%, eða um 60 milljarða evra, af fjárlögum ESB.

Ciolos sagði að landbúnaðarstefnan eigi ekki einungis að vera efnahagslega samkeppnishæf heldur einnig samkeppnishæf hvað umhverfismál varðar. Meðal hugmynda sem verða ræddar eru að bændur sem vinna að umhverfisvernd fái styrki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert