Áfrýjunardómstóll fjallar um mál Assange

Julian Assange er nú í haldi í Wandsworth fangelsinu í …
Julian Assange er nú í haldi í Wandsworth fangelsinu í London. Reuters

Fulltrúar sænskra yfirvalda eru nú staddir í Lundúnum og eru þeir væntanlegir í réttarsal í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði leystur úr haldi gegn greiðslu tryggingar.

Fyrr í vikunni var ákveðið að sleppa Assange gegn greiðslu 240.000 punda tryggingar (um 44 milljónir kr.). Sænski ríkissaksóknarinn áfrýjaði niðurstöðunni og því er Assange enn í fangelsi.

Sænsk yfirvöld vilja fá Assange framseldan til Svíþjóðar þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gagnvart tveimur konum. Assange neitar þessum ásökunum.

Verjandi Assanges, Mark Stephens, segir að tryggingarféð, sem þarf að greiða í reiðufé, verði líklega tilbúið til greiðslu áður en þeir munu mæta fyrir dómara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert