Spánverjar herða sultarólina

Útibú Santander-bankans í Madrid.
Útibú Santander-bankans í Madrid. Reuters

Mariano Rajoy, nýr forsætisráðherra Spánar, boðaði í innsetningarræðu sinni í dag aukið aðhald í ríkisrekstrinum til að takast á við „gríðarlega erfiðleika“ í efnahagsmálum. Rajoy sver embættiseið á miðvikudaginn kemur. 

Rajoy tekur við mjög erfiðu búi og benda nýjar tölur til að fjárlagahallinn verði jafnvel meiri en sem nemur 6% af þjóðarframleiðslu.

Hægrimenn undir forystu Rajoy komust til valda í haust og hyggjast nota tækifærið til að ráðast í víðtækan uppskurð á opinbera kerfinu á Spáni, meðal annars með uppstokkun á miðstýrðu kerfi opinberra starfsmanna, að sögn Wall Street Journal.

Þá er einnig stefnt að breytingum á bankakerfinu og á regluverki er varðar stóra málaflokka eins og orkumál, opinbera heilbrigðisþjónustu og menntamál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert