Reknir fyrir notkun á samfélagsmiðlum

AFP

Breska ríkisútvarpið BBC hefur rekið tvo starfsmenn fyrir óviðeigandi notkun á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook en frá því að efnahagskreppan hófst í heiminum hefur fyrirtækið einnig áminnt tvo aðra starfsmenn sína fyrir notkun á slíkum miðlum.

Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph fjallar um málið í dag en upplýsingarnar voru birtar eftir að þess var krafist á grundvelli upplýsingalaga. Fram kemur í fréttinni að BBC hafi fyrr í þessum mánuði lagt óformlegt bann við því að starfsmenn fyrirtækisins tjáðu sig um vandamál þess.

Starfandi yfirmaður fréttasviðs BBC, Fran Unsworth, hafi þá sent tölvupóst til starfsmanna fyrirtækisins þar sem fram hafi komið að það kæmi sér vel ef „ekki væri fjallað opinberlega um sum vandamál okkar á samfélagsmiðlum og á síðum dagblaðanna“.

Tölvupóstinum mun hafa verið ætlað að ná tökum á ástandinu í kjölfar þess að ýmsir þekktir starfsmenn BBC hafa að undanförnu gagnrýnt fyrirtækið harðlega vegna hneykslismála tengdra því sem komið hefur upp að undanförnu.

Ennfremur segir í fréttinni að BBC hafi sérstaka stefnu varðandi ásættanlega notkun á samfélagsmiðlum þar sem kemur fram að starfsmönnum sé óheimilt að nota miðla eins og Facebook til þess að hafa afskipti af starfsemi fyrirtækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert