Reiði vegna áróðurssmokka nýnasista

Smokkarnir umdeildu.
Smokkarnir umdeildu.

Ungliðahreyfing nýnasista í Þýskalandihefur látið framleiða smokka sem á stendur áróður gegn útlendingum í landinu. Á heimasíðu ungra nýnasistanna sem tilheyra nýnasistaflokknum (NDP) stendur að flokkurinn geri sér grein fyrir því að á ögrandi skilaboð séu á smokkunum.

Smokkarnir hafa meðal annars verið sendir til stjórnmálamanna, ráðherra og aðila sem þekktir eru fyrir stuðning sinn við innflytjendastefnu stjórnvalda.   

Volker Beck, leiðtogi Græningja, er einn þeirra sem fékk smokk sendan. Hann gagnrýndi fyrirtækið sem framleiddi smokkana, R&S, harðlega fyrir taka þátt í athæfinu.

R&S neyddist til að loka fyrir Facebook sína eftir að þúsundir höfðu gagnrýnt fyrirtækið á henni. Gaf það stuttu síðar út yfirlýsingu um að fyrirtækið myndi gefa ágóðan af framleiðslunni til góðgerða auk þess að gefa 10 þúsund smokka til góðgerðasamtaka.

Jafnframt sendi fyrirtækið frá sér afsökunarbeiðni þar sem sagt var að um mistök hefði verið að ræða og að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að því sem stæði á smokkapakkningunni áður en framleiðsla hófst.

Jafnframt sagði í yfirlýsingunni að fyrirtækið styddi hvorki málstað nýnasista, né annarra stjórnmálaafla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert