Myndband af borgarstjóra reykja krakk

Rob Ford er borgarstjóri Toronto í Kanada. Mynd fengin af …
Rob Ford er borgarstjóri Toronto í Kanada. Mynd fengin af heimasíðu borgaryfirvalda í Toronto.

Lögreglan í Toronto segist hafa undir höndunum myndband sem vakti upp miklar deilur í maí á þessu ári. Kanadíska dagblaðið Toronto Star fullyrti að til væri myndband af borgarstjóra Toronto, Rob Ford, reykjandi krakk. Blaðið sagðist hins vegar ekki geta fært sönnur á þessa fullyrðingu, en að ónafngreindur aðili hafi sýnt blaðamönnum myndskeiðið. 

Ford hefur sjálfur sagt að þetta myndband sé ekki til, og að hann hafi aldrei gerst sekur um að hafa reykt krakk. Lögreglan í Toronto segir innihald myndbandsins vera í samræmi við það sem fjölmiðlar hafa áður fjallað um. Einn fyrrverandi starfsmaður Robs Fords, Alexander Lisi hefur verið handtekinn og verður ákærður fyrir hótanir. Lisi á að hafa reynt að beita hótunum til þess að komast yfir upptökuna á undan lögreglunni. 

Borgarstjórinn hefur lýst yfir sakleysi sínu og segist ætla að sanna það fyrir dómstólum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert