Kassig er nú heittrúaður múslimi

Peter Kassig, nú Abdul-Rahman Kassig.
Peter Kassig, nú Abdul-Rahman Kassig. AFP

Bandaríski gíslinn Peter Kassig, sem rænt var hinn 1. október í fyrra þegar hann var á leið til Deir Ezzour í austurhluta Sýrlands, er nú heittrúaður múslimi.

Þetta segir maður sem dvaldi með honum í klefa í samtali við BBC, en þeim var báðum rænt af meðlimum íslamska ríkisins. Kassig heitir nú Abdul-Rahman Kassig.

„Hann [Kassig] sagði mér frá því hversu mikilvæg íslamska trúin væri honum, hversu hún hjálpaði honum að takast á við aðstæður sínar í haldi. Og hann var mjög trúr múslimi. Ég hafði á tilfinningunni að hann væri dálítið brothættur, en íslamska trúin virtist styrkja hann,“ segir félagi mannsins.

Hann segir einnig að verðirnir sem gættu þeirra sem voru í haldi hafi borið meiri virðingu fyrir þeim sem höfðu snúist til íslamskrar trúar.

Kassig skrifaði foreldrum sínum bréf í júní á þessu ári en þar sagðist hann vera hræddur við að deyja í haldi vígamanna. Í myndskeiði sem sýnir aftöku breska hjálparstarfsmannsins Alans Hennings kemur fram að Kassig sé sá næsti sem tekinn verður af lífi.

Frétt BBC

Kassig segist óttast dauðann

Biðja böðla um að sýna miskunn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert