Skutu veiðiþjófa til bana

Nashyrningshræ. Búið er að skera af því hornið.
Nashyrningshræ. Búið er að skera af því hornið. AFP

Landverðir í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku skutu til bana tvo veiðiþjófa. Þjófarnir eru grunaðir um veiðar á nashyrningum. Til skotbardaga kom milli varðanna og veiðiþjófanna. 

„Það var skotbardagi og tveir af þremur veiðiþjófanna létust,“ segir talsmaður þjóðgarða Suður-Afríku við AFP-fréttastofuna. Þriðji þjófurinn komst undan.

Veiðiþjófnaður á nashyrningum er mjög alvarlegt vandamál í Suður-Afríku. Árið 2014 er talið að yfir þúsund nashyrningar hafi verið drepnir og þar af um 700 í Kruger-garðinum sem er á stærð við Wales.

Unnið er að því að herða öryggi dýranna, m.a. er rætt um að koma þeim inn á sérstök öryggissvæði, jafnvel í öðrum löndum.

Horn nashyrninga eru vinsæl á svörtum markaði í Asíu og sögð hafa lækningamátt. Þau er hins vegar úr keratíni, sama efni og finnst í fingurnöglum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert