5.486 hafa látist á tíu mánuðum

Donetsk er að mestu mannlaus eftir átök síðustu mánaða. ,
Donetsk er að mestu mannlaus eftir átök síðustu mánaða. , AFP

Samið var um vopnahlé í austur Úkraínu í dag. Gengur það í gildi á miðnætti 15. febrúar. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út á föstudaginn hafa 5.486 manns týnt lífi í átökum í austur Úkraínu síðan í apríl á síðasta ári. Jafnframt hafa 12.972 særst, en 5.2 milljónir manna búa á átakasvæðunum. 978.482 hafa þurft að flýja heimili sín, þar af 119.832 börn. 

Bandarísk yfirvöld hafa í dag fagnað vopnahléinu en krefjast þess að Rússar hætti að styðja aðskilnaðarsinna í Úkraínu. 

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að viðskiptahöftum yfir Rússum gæti verið lyft en aðeins ef Rússar standa við orð sín. 

Leiðtog­ar Rúss­lands, Þýska­lands, Frakk­lands og Úkraínu komu sam­an í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rúss­lands, síðdeg­is í gær og var mark­mið fund­ar­ins að binda enda á stríðsátök­in sem hafa staðið yfir í 10 mánuði í aust­ur­hluta Úkraínu.

Aðskilnaðarsinnar í austur Úkraínu hafa skrifað undir samninginn en hann inniheldur m.a. vopnaupggjöf og fangaskipti. Stór atriði eru þó enn óleyst. 

Átök milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna héldu áfram í dag. Alþjóðabankinn tilkynnti í dag að hann væri tilbúinn til þess að veita Úkraínu fjárhagsaðstoð um tvo milljarða bandaríkjadali (264 milljarðar króna).

Að sögn viðstaddra er rólegt yfir yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinnanna í kvöld. Borgin Donetsk er að mestu leyfi mannlaus en þeir sem eftir sitja munu flestir eyða nóttinni í skýlum eða kjöllurum. Einn íbúi sagði blaðamanni BBC að hann vonaði að vopnahléið myndi virka en að hann vildi einnig að svæðið héldi áfram að vera „Nýja Rússland“. „Það eru aðeins nokkrir hér sem vilja vera hluti af Úkraínu,“ sagði hann. 

Frétt BBC í heild sinni má sjá hér.

Frá Donetsk í dag.
Frá Donetsk í dag. AFP
Úkraínumenn við jarðarför rússans Kirill Heinz en hann lést í …
Úkraínumenn við jarðarför rússans Kirill Heinz en hann lést í átökum í austur Úkraínu. EPA
EPA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert