Tók hundinn og hljóp út

Christian Ibarra Santillan býr í Quito í Ekvador. Hann segir að mikið hafi verið um litla jarðskjálfta síðustu mánuði og því hafi hann haldið að einn slíkan væri að ræða í gærkvöldi þegar skjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir landið. Að minnsta kosti 77 manns eru látnir eftir skjálftann. 

„Þegar ég heyrði fólk öskra, börn gráta og hunda gelta áttaði ég mig á því að svo var ekki. Spegillinn minn fór að hristast og ég heyrði flösku detta í íbúðinni. Ég greip hundinn minn og faldi mig undir borði. Það versta var að átta sig á því að skjálftinn var ekki að hætta og ég gæti fundist hér ef allt færi á versta veg,“ sagði Santillan í samtali við BBC.

Hann segist hafa hlaupið út úr húsinu og tekið hundinn með sér. „Ég sá rafmagnslínurnar sveiflast, á öðrum stöðum í borginni féllu þær niður,“ sagði hann. Santillan er kominn aftur heim og segist hann hafa séð myndir af látnu fólki í fréttunum sem hann hefði helst ekki viljað sjá.

Frétt mbl.is: „Ég vildi hlaupa en ég gat það ekki“

Vibeke Johannessen var að keyra í Quito þegar hún varð vör við skjálftann. Hún segist í fyrstu ekki hafa áttað sig á því hvað var í gangi.

„Síðan sá ég að hinir bílarnir hristust líka og fólk fór að fara út úr bílum og byggingum. Núna rétt í þessu var eftirskjálfti og við vorum á níundu hæð. Það var mjög ógnvekjandi en hann stóð yfir í um hálfa mínútu,“ segir hún.

Frétt mbl.is: Kraftmikill skjálfti í Ekvador

Rústir í Manta í Ekvador.
Rústir í Manta í Ekvador. AFP
Rústir í Manta í Ekvador.
Rústir í Manta í Ekvador. AFP
Frá Guayaquil í Ekvador.
Frá Guayaquil í Ekvador. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert