Eldurinn breiðist hægar út

Lögregla við störf.
Lögregla við störf. AFP

Svo virðist sem loks séu að verða þáttaskil í baráttunni við gríðarlega skógarelda sem hafa geisað í Kanada síðustu daga. Súld og hagstæðir vindar auðvelda vinnu slökkviliðs nú töluvert.

Fimmtungur heimila í borginni Fort McMurray er ónýtur og fleiri en 80 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa bæinn. Eldurinn hefur þó ekki breiðst jafn mikið út og óttast var.

„Með hjálp frá Móður náttúru ásamt fjölda slökkviliðsmanna og annarra hefur eldurinn breiðst mun hægar út en við óttuðumst,“ sagði Racher Notley, forsætisráðherra Alberta, í samtali við fjölmiðla í dag. Eldurinn náði yfir 622 ferkílómetra í gær.

Vatnið í bænum er ekki drykkjarhæft.

Fimmtungur heimila í borginni Fort McMurray er ónýtur.
Fimmtungur heimila í borginni Fort McMurray er ónýtur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert