Hundi bjargað út úr rústunum

Hundurinn var orðinn máttlítill en talið er að hann muni …
Hundurinn var orðinn máttlítill en talið er að hann muni ná sér að fullu.

Hann var orðinn máttlaus og ringlaður, hundurinn sem bjargað úr rústum húss á Ítalíu. Þar hafði hann verið grafinn frá því á sunnudagsmorgunn er sterkur jarðskjálfti, 6,6 stig, varð í landinu.

Hann var þó á lífi og talið er að hann muni ná sér að fullu. Björgunarstarfið hófst þegar í kjölfar skjálftans en hundurinn fannst eftir um tvo sólarhringa.

Hann var hinn rólegasti meðan á björguninni stóð. 

Kraftaverk þykir að enginn hafi látist í skjálftanum á sunnudag sem var sá stærsti í landinu í 36 ár. 22 þúsund manns misstu þó heimili sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert