Enn skelfur Ítalía

Þorpið Castelluccio eftir skjálftann á sunnudag.
Þorpið Castelluccio eftir skjálftann á sunnudag. AFP

Jarðskjálfti sem mældist fimm stig reið yfir ítalska héraðið Perugia snemma í morgun. Upptök skjálftans eru á svipuðum slóðum og harður jarðskjálfti á sunnudag og tveir skjálftar í síðustu viku.

Samkvæmt frétt Guardian var skjálftinn í morgun mjög grunnur eða á 10 km dýpi en upptök hans voru tæpa 52 km suðaustur af Perugia. 

Meira en 15.000 manns misstu heimili sitt í jarðskjálftanum á Ítalíu á sunnudaginn var, að sögn almannavarnayfirvalda. Skjálftinn mældist 6,6 stig og var sá öflugasti á Ítalíu frá árinu 1980. Enginn lét lífið í hamförunum en tuttugu manns slösuðust og mikið eignatjón varð í bænum Norcia og þorpum í grennd við hann. Um 10.000 manns dvöldu í gær í íþróttasölum eða tjaldbúðum sem yfirvöld komu upp en þúsundir til viðbótar sváfu í bílum sínum eða fengu gistingu hjá vinum eða ættingjum. Hamfarirnar urðu á svæði þar sem nær 300 manns létu lífið í jarðskjálfta í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert