Sjötti hótelgesturinn greinist með COVID-19

H10 Costa Adeje Palace hótelið á Tenerife.
H10 Costa Adeje Palace hótelið á Tenerife. AFP

Sex tilfelli kórónuveiru hafa nú verið staðfest meðal gesta á H10 hótelinu á Adeje-ströndinni á Tenerife. Frá þessu er greint hjá Diario de Avisos.

Hótelið hefur verið í sóttkví síðan 25. febrúar en þegar fyrsta smitið greindist hjá ítölskum lækni voru gestir hótelsins 1.000, þeirra á meðal 10 Íslendingar. Fyrstu gestum hótelsins var hleypt úr sóttkvínni 27. febrúar og síðan þá hefur nokkrum hópum til viðbótar verið leyft að yfirgefa hótelið.

Samkvæmt stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónuveirunnar sæta þrír Íslendingar enn sóttkví á Tenerife.

Samkvæmt upplýsingum Diario de Avisos verður öllum gestum hótelsins leyft að fara á næstu dögum, sýni þeir engin einkenni kórónuveirunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert