Sigurviss en ætlar ekki að fagna of snemma

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sigurviss,
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sigurviss, AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera vongóður um sigur í forsetakosningunum þar í landi og spáir því að hann vinni með yfirburðum í lykilríkjum á borð við Flórída og Arizona.

„Okkur líður mjög vel,“ sagði Trump, sem var hás þegar hann rædd við Fox News í gegnum síma.

Hann sagðist búast við sigri í öllum lykilríkjunum sem munu skera úr um hver ber sigur úr býtum en tók fram að hann ætlaði ekki að „vera með leikaraskap“ með því að lýsa yfir sigri of snemma.

„Við teljum okkur vera að vinna mjög örugglega í Texas. Við teljum okkur vera að vinna mjög örugglega í Flórída. Við teljum okkur vera að vinna mjög örugglega í Arizona,“ sagði forsetinn.

„Mér finnst okkur ganga mjög vel í Norður-Karólínu. Mér finnst okkur ganga mjög vel í Pennsylvaníu. Mér finnst við vera að gera mjög góða hluti alls staðar.“

Joe Biden talar við stuðningsmenn sína.
Joe Biden talar við stuðningsmenn sína. AFP

Trump hefur verið eftirbátur mótframbjóðanda síns Joes Bidens í skoðanakönnunum. Hann gagnrýndi Biden, „hlutdræga“ fjölmiðla, og „öfgafulla“ vinstrið, þegar hann réttlætti endurkjör sitt í Hvíta húsið og bætti við að það væri „hræðilegt“ og „hættulegt“ að hugsanlega verður ekki búið að telja milljónir utankjörfundaratkvæða á morgun.

Hann gerði þó lítið úr fregnum um að hann ætlaði að lýsa of snemma yfir sigri í nótt áður en búið er að telja nægilega mörg atkvæði til að úrskurða um sigurvegara. „Ég held að við fáum sigurvegara en aðeins þegar sigurinn er í höfn,“ sagði hann. „Það er engin ástæða til að vera með einhvern leikaraskap.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert