Trump segist geta sannað kosningasvindl

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað fullyrt að svindlað hafi verið …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað fullyrt að svindlað hafi verið í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. AFP

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, heldur því fram að hann hafi skriflegar sannanir fyrir því að svindlað hafi verið í nýafstöðnum forsetakosningum þar í landi. Þetta kemur fram í röð twitterfærslna sem forsetinn birti á síðu sinni í dag.

Þar segist hann hafa eiðsvarnar yfirlýsingar undir höndum sem styðji þessar ásakanir hans og hamrar á því að séu vandamál í auðkenningarferli atkvæðanna hafi það áhrif á kosningarnar í heild sinni. Þá segir Trump Bandaríkin hafa glímt við kosningavandamál áður og kallar eftir inngripi Samuels Alitos, sem er dómari við hæstarétt Bandaríkjanna.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert