Forsætisráðherrann á sjúkrahúsi með Covid-19

Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar.
Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar. AFP

Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, var lagður inn á sjúkrahús í morgun, veikur af Covid-19. Hann undirgengst nú rannsóknir. 

Utanríkisráðuneyti Lúxemborgar staðfesti síðdegis í dag að til öryggis yrði Bettel undir eftirliti næsta sólarhringinn, nema læknar taki ákvörðun um annað.

RTL greinir frá.

Bettel greindist smitaður af Covid-19 í síðustu viku, nokkr­um dög­um eft­ir að hann var viðstadd­ur leiðtoga­fund Evr­ópu­sam­bands­ins.

Hinir 26 leiðtog­ar aðild­ar­ríkja sam­bands­ins eru þó ekki tald­ir hafa verið ber­skjaldaðir fyr­ir smiti Bettel þar sem þeir um­geng­ust hann ekki í inn­an við tveggja metra fjar­lægð í meira en 15 mín­út­ur.

Bettel hef­ur ein­ung­is fengið fyrri bólu­setn­ingu gegn veirunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert