Forseti Evrópuþingsins er látinn

David Sassoli flytur ræðu í desember síðastliðnum.
David Sassoli flytur ræðu í desember síðastliðnum. AFP

David Sassoli, forseti Evrópuþingsins, lést snemma í morgun á sjúkrahúsi á Ítalíu.

Talsmaður hans greindi frá þessu á Twitter.

Sassoli var 65 ára Ítali sem hafði legið alvarlega veikur á sjúkrahúsi í rúmar tvær vikur vegna þess að ónæmiskerfi hans virkaði ekki sem skyldi.

Sassoli, sem starfaði áður sem fréttaþulur, var áður lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu í september.

Þingmenn Evrópuþingsins sitja í fimm ár á milli kosninga en forsetinn er við völd helming þess tíma. Sassoli hafði gefið til kynna að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.

Hann fæddist 30. maí árið 1956 í Flórens á Ítalíu. Eftir þriggja áratuga feril sem blaðamaður, fyrst á dagblöðum en síðan í sjónvarpi, var Sassoli kjörinn á Evrópuþingið árið 2009.

Sassoli ásamt Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB.
Sassoli ásamt Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert